Eldvarnargetraun
Dagný Emma Kristinsdóttir datt í lukkupottinn þegar dregið var í eldvarnargetraun Landsambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. Getraunin var lögð var fyrir alla þriðju bekki í landinu í framhaldi af heimsókn slökkviliðsmanna í skólana í lok nóvember og byrjun desember s.l. Verðlaunin voru ekki af verri endanum, bakpoki, reykskynjari og bolur, sem Hermann Hermannsson afhenti Dagnýju í morgun eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.