Upplýsingar um námsráðgjafa
Námsráðgjafi er Inga Bára Þórðardóttir
Netfang: ingabara@isafjordur.is
Viðtalstími er:
Mánudaga , miðvikudaga, fimmtudaga frá kl. 08:00- 13:00
Þriðjudaga frá kl. 08:00-14:30
Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur skólans og umsjónarkennara að því að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, sem varða námið, líðan þeirra í skólanum og fleira.
Nemendur og foreldrar/forráðamenn geta bókað viðtöl hjá námsráðgjafa frá mánudegi til föstudags í gegnum síma eða netpóst. Nemendur geta einnig bankað upp á eða fengið aðstoð foreldra/forráðamanna eða kennara við að bóka viðtal. Einnig geta stjórnendur skólans og kennarar vísað málum til hans.
Námsráðgjafi hefur starfsaðstöðu á annarri hæð gamla barnaskólans, í stofu nr. 220.