Hvað er Dægradvöl?
Dægradvöl er staður þar sem börn geta verið eftir að skóla lýkur á daginn þar til klukkan fjögur, í öruggu umhverfi en samt látin bera ábyrgð sem hæfir aldri þeirra og þroska. Um er að ræða frítíma þeirra og aðstoðar starfsfólk það við að fara á réttum tíma í skipulagðar tómstundir eða skapa þeim rými fyrir frjálsan leik.
Í Dægradvöl er lögð mikil áherlsa á að gera frítíma barnanna betri því jú þetta er þeirra frítími og það á að vera þeirra val hvað þau gera í þessum tíma. Það er ýmislegt hægt að gera ýmislegt sér til skemmtunar og dundurs eins og að perla eitthvað fallegt, teikna og eða föndra. Einnig er playmó, legó, barbie, dúkkur og fleira dót í boði. Við spilum, púslum og förum leiki. Við viljum að börnum líði vel, stuðlum að auknum þroska barna og leggjum mikla áherslu á að auka sjálfstæði þeirra, ábyrgðartilfinningu og virkni í félags- og tómstundastarfi. Við viljum að allir fái sömu tækifæri og við veitum faglega og góða þjónustu.
Dægradvöl er staðsett á tveimur stöðum, á efri hæð sundhallar og í rými sem við erum með í grunnskólanum. Við sameinumst allaf í útiveru og þá hittast allir á skólalóðinni milli sundahallar og grunnskóla.
Eva María Einarsdóttir
Forstöðumaður Félagsmiðstöðva og Dægradvalar