Skólaslit
Í gærkvöld var Grunnskólanum á Ísafirði slitið í 149. skipti og fór athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju. Guðbjörg Halla Magnadóttir, deildarstjóri unglingastigs og verðandi skólastjóri setti athöfnina, en að því loknu tóku kynnar við, þau Einar Orri Einarsson og Sigurbjörg Danía Árnadóttir, nemendur í 9.bekk.
Kristján Arnar Ingason skólastjóri, flutti ávarp, en hann lætur nú af störfum eftir 2 ára starf. Þá fluttu Óskar Ingimar Ómarsson og Soffía Rún Pálsdóttir ávarp fyrir hönd útskriftarnema.
Nemendur buðu upp á þrjú tónlistaratriði. Ívar Örn Hálfdánarson flutti frumsamið lag á gítar, sem ber nafnið Dropar. Bríet Emma Freysdóttir flutti lagið úr Amélie eftir Yann Tiersen á píanó. Að síðustu léku þær Elísabet María Gunnlaugsdóttir og Soffía Rún Pálsdóttir fjórhent á píanó, þjóðlagið Á Sprengisandi í útsetningu Ísfirðingsins Vilbergs Viggóssonar.
Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 8. og 9. bekk:
8. bekkur - Sölvey Marie Tómasdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.
9. bekkur - Aurora Lív Jóhannsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.
Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:
Rotary klúbburinn á Ísafirði veitti viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir í 10. bekk og hana hlaut Stefán Eyjólfsson.
Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:
Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í textílmennt hlaut Helena Stefánsdóttir.
Viðurkenningu fyrir listræna hæfileika, jákvæðni og áhugasemi í myndmennt hlaut Soffía Rún Pálsdóttir.
Viðurkenningu fyrir brennandi áhuga, kraft og dugnað í heimilisfræði hlaut Kristján Hrafn Kristjánsson.
Stöðin Heilsurækt gaf viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þær viðurkenningar hlutu Elísabet María Gunnlaugsdóttir og Eyþór Freyr Árnason.
Danska Menntamálaráðuneytið gaf viðurkenningu fyrir góða ástundun, vinnusemi, góð skil og framfarir í dönsku og hlaut Elsa Ragnheiður Stefánsdóttir þau verðlaun.
Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:
Viðurkenningu fyrir góða metnað, góða ástundun og námsárangur í íslensku hlaut Orri Norðfjörð.
Viðurkenningu fyrir metnað, góða ástundun og námsárangur í stærðfræði hlaut Orri Norðfjörð.
Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í náttúrufræði hlaut Grétar Logi Sigurðsson.
Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði hlaut Bríet Emma Freysdóttir.
Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku hlutu þau Árný Fjóla Hlöðversdóttir og Haukur Fjölnisson.
Viðurkenningu fyrir frumkvæði, ábyrgð og áreiðanleika í tækniráði hlutu þeir Alexander Valsson og Orri Norðfjörð.
Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 2008 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Deila