Sundhöllin lokuð
Nú hefur verið ákveðið að Sundhöllin við Austurveg verði lokuð í lengri tíma á meðan framkvæmdir standa yfir, en skipta þarf um dælubúnað, laga loftræstingu og bæta við neyðarútgangi. Búist er við að viðgerðir standi yfir alla vega fram í apríl.
Það er því ljóst að sundkennsla fellur niður á meðan og stefnum við á útivist í stað sunds en munum reyna að finna aðstöðu inni til vara ef veður hamlar útivistinni.
Deila