VALMYND ×

Fréttir

Árshátíð

Þá er komið að árshátíðinni okkar. Nemendur hafa æft stíft undanfarnar vikur og hlakka til að fá foreldra/forráðamenn, ömmur og afa, frænkur og frændur og alla hina á sýningar á morgun miðvikudag og fimmtudag.

Skipulagið er hér að neðan.

 

Árshátíð 2025

Vestfjarðarmót í skólaskák - 21. mars

Föstudaginn 21. mars frá 15:30-18:30 er stefnt að því að halda Vestfjarðamót í skólaskák í Grunnskólanum á Ísafirði.

Nemendur úr öllum vestfirskum grunnskólum hafa þátttökurétt. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

1.-4. bekkur

5.-7. bekkur

8.-10. bekkur

Sigurvegarar í hverjum flokki vinna sér inn keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák, sem verður að þessu sinni haldið á Ísafirði helgina 3.-4. maí.

Áhugasamir skólar/keppendur/forráðamenn vinsamlegast skráið þátttakendur með því að senda tölvupóst á 
Halldór Pálma Bjarkason, 822-7307,  halldorpb@gmail.com

Fablab

1 af 2

Ungir hönnunarnemar að störfum. Unnið er að eigin hönnun í þrívíddar forriti, og fylgst með þrívíddarprentaranum að störfum.

Opið hús

  • Þriðjudagar 15-19
  • Fimmtudagar 15-19

Á þriðjudögum og fimmtudögum er opið frá 15-19. Öllum er velkomið að kíkja við með verkefni og hugmyndir til að fá aðstoð. Það er auðvitað líka velkomið að kíkja við og skoða og kynnast starfseminni. Svavar og Þórarinn skiptast á að sjá um opnunartímann og eru við aðra hverja viku ef fólk vill sérstaklega nýta sérþekkingu þeirra. 

Bækur og spil fyrir skólann

1 af 2

Skólinn fær oft gjafir og núna kom hugmynd frá foreldrum um að gaman væri að gefa bækur og/eða spil til skólans.

Penninn/Eymundsson er með því með tilboð frá og með deginum í dag og til og með mánudagsins 17. mars þar sem foreldrum og öðrum velunnurum Grunnskólans á Ísafirði gefst kostur á því að kaupa bók og/eða spil fyrir skólann.

Óskalisti yfir þær bækur sem um ræðir er í bókabúðinni og hægt er að skilja þær eftir þar, en auðvitað má koma með þær í skólann. 

Stóra upplestrarkeppnin - Lokahátíð

Á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var á Ísafirði í dag, tóku nemendur frá Grunnskólanum á Ísafirði, Grunnskóla Bolungarvíkur, Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskólanum á Suðureyri þátt. Nemendurnir lásu upp úr bókinni Draumurinn eftir Hjalta Halldórsson, ljóð úr bókinni Allt fram streymir og ljóð að eigin vali.

Freyja Dís Hjaltadóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri varð í fyrsta sæti. Í öðru sæti var Iðunn Ósk Bragadóttir frá Grunnskólanum á Ísafirði og í þriðja sæti Anna Ásgerður Hálfdánsdóttir frá Grunnskólanum á Ísafirði.

Hinrik Elí Ómarsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði var með tónlistaratriði.

Keppnin var mjög spennandi og nemendurnir stóðu sig allir vel. Hafdís Gunnarsdóttir var kynnir keppninnar. Dómarar keppninnar voru Heiðrún Tryggvadóttir, Tinna Ólafsdóttir, Jóhanna Ása Einarsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl og Ólafur Guðsteinn Kristjánsson. Penninn/Eymundsson og Landsbankinn gáfu verðlaunin að þessu sinni.

 

 

Verkefni um geiminn

3.bekkur er að vinna verkefni um geiminn. Unnið með akríl tússum á svartan bakgrunn. Unnið með dýpt og hreyfingu í geimnum.

Maskadagur í dag

1 af 4

Mikið stuð var í dag á böllunum. Það var mikill metnaður lagður í búninga og krakkarnir spenntir að fara út í daginn að fá nammi. 

Maskaball

Á morgun er Maskadagur og eins og venjulega þá höldum við ball hérna í skólanum. Það er engin sundkennsla á morgun.

1. - 3. bekkur  - 8.20 - 9.10

4. og 5. bekkur - 10.00 - 10.40

6. og 7. bekkur - 13.10 - 13.40

Hvetjum alla til að mæta í búning. 

Kynning á Reykjum

Á hverju ári fara nemendur 7. bekkjar í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Það er mikil spenna fyrir þessari ferð og það er hefð fyrir því að krakkarnir kynni sína ferð fyrir nemendum 6. bekkjar þegar skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fer fram. Þessi hópur vann að kynningu fyrir 6.bekk.

Stóra upplestrarkeppnin - Skólakeppni

1 af 4

Venju samkvæmt á þessum árstíma þá er Stóra upplestrarkeppnin. 

Keppnin á fastan sess í skólanum hjá okkur og hafa nemendur 7. bekkjar verið að æfa sig mikið undanfarið. 

Í síðustu viku kepptu krakkarnir í sínum bekkjum og svo í dag voru 16 nemendur sem lásu ljóð og texta úr bók fyrir 6. bekkinga, foreldra og forráðamenn. 

Þeir nemendur sem munu keppa fyrir hönd skólans eru Anna Margrét Gísladóttir, Anna Ásgerður Hálfdánsdóttir, Elna Kristín Líf Karlsdóttir,  Esja Rut Atladóttir, Gabríela Rún Rodriguez, Guðrún María Johanson, Iðunn Ósk Bragadóttir, Katrín Dalía Daníelsdóttir, Sunna Adelía Stefánsdóttir, Ylfa K. Rósinkara Tómasdóttir, 

Dómarar að þessu sinni voru Herdís Hübner, Kristín Svanhildur Ólafsdóttir og Rannveig Halldórsdóttir. Lokakeppnin fer fram í Hömrum í mars.