VALMYND ×

Kosningar í nemendaráð

1 af 2

Í skólum er borin virðing fyrir manngildi hvers og eins og nemendur þjálfaðir í að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Lýðræði og mannréttindi eru einn af grunnþáttum menntunar og eru leiðarljós í almennri menntun og starfsháttum grunnskóla. Skólinn er því mikilvægur vettvangur til að þroska með nemendum hæfni til þátttöku í lýðræðissamfélagi.

Þessa dagana fer fram lýðræðisleg kosning í 5. - 10. bekk þar sem nemendur kjósa tvo úr hverjum árgangi til setu í nemendaráði, sem vinnur m.a. að félags- og velferðarmálum þeirra. Í 5.bekk var framboðsfundur í morgun, þar sem 13 nemendur buðu sig fram og héldu framboðsræður. Að þeim loknum var gengið til kosninga, kjörklefar voru á staðnum og kjörkassi fyrir atkvæði. Úrslit urðu þau að Sólbjört Milla Gunnarsdóttir og Birkir Snær Þórisson fengu flest atkvæði og verða því fulltrúar 5.bekkjar í nemendaráði. Til vara verða þau Kári Vakaris Hauksson, Elín Bergþóra Gylfadóttir, Kristinn Ísak Sigurðsson og Vilborg Ása Sveinbjörnsdóttir.

Við hlökkum til að fá þessa fulltrúa til starfa í nemendaráði og óskum öllum árgangnum til hamingju með sína fulltrúa og þau lýðræðislegu vinnubrögð sem viðhöfð voru í kosningunni.

Deila