VALMYND ×

Nýyrðakeppni

1 af 2

Íslenskuteymi kennara skólans ákvað í haust að halda nýyrðakeppni í tilefni af Degi íslenskrar tungu 16.nóvember síðastliðinn. Nemendur voru fræddir sérstaklega um Jónas Hallgrímsson og framlag hans til nýyrða í íslensku þess tíma. Sem dæmi um nýyrði hans má nefna orðin aðdráttarafl, sporbaugur og fjaðurmagnaður.
Í framhaldi af því voru nemendur fengnir til að spreyta sig á nýyrðasmíði. Hugmyndirnar voru teknar saman ásamt útskýringum og að lokum kosið um besta orðið.

Besta nýyrðið á miðstigi var orðið þrætustubbur. Það merkir manneskju sem þrætir of mikið. Höfundar þess orðs eru þær Kristín Dóra Aradóttir, Maya Esí Badu og Vilborg Rakel Guðmundsdóttir.

Besta nýyrðið á unglingastigi átti Helga Karen Haraldsdóttir í 10.GJ, en það var orðið orðdregin, sem merkir að þú sért orðlaus eða veist ekki hvað þú átt að segja.

Halla Magnadóttir, skólastjóri, afhenti verðlaunahöfum viðurkenningar í morgun fyrir þessi nýju orð. Snerpa gaf vinningshöfum bakpoka og Hamraborg vinatilboð og þökkum við þeim kærlega fyrir um leið og við óskum höfundum svo og öllum þátttakendum innilega til hamingju. 

 

Deila