VALMYND ×

Erasmus+

Heimsókn til Kýpur

Þann 23.október fóru kennararnir Bergljót Halldórsdóttir og Bryndís Bjarnason til Kýpur vegna Erasmus+ verkefnis sem skólinn er þátttakandi í og voru móttökur höfðinglegar.

Haldnir voru vinnufundir þar sem hver skóli kynnti verkefni sem unnin höfðu verið í viðkomandi skólum og voru kynnt mörg áhugaverð verkefni. 
Portúgalarnir voru með verkefni sem þeir höfðu unnið með 11 – 13 ára nemendum þar sem þeir lærðu að nota GPS til að finna ákveðna staði. 
Króatar voru með verkefni þar sem þeir samþættu stærðfræði, samfélagsfræði, þjóðfélagsfræði og textílmennt. Króatísku nemendurnir gerðu húfu sem fylgir þjóðbúningi karlmanna þar í landi og voru milkir útreikningar á bak við þeirra vinnu. Í Króatíu er ekki hefðbundin textílkennsla og fengu nemendur í þessu verkefni tilsögn í saumaskap.
Lettar kynntu stærðfræðivef í 6 þyngdarflokkum sem er ætlaður nemendum sem eiga í stærðfræðiörðugleikum og eru tvítyngdir. Það þurfti ekki mikinn orðaforða til að vinna verkefnin. 
Þjóðverjar kynntu hvernig þeir vinna með tvítyngdum nemendum til að koma þeim betur inn í þýskt málsamfélag.
Kýpverjar sýndu verkefni þar sem samþætt var ljóð og drama og vakti ljóðið upp margar siðferðislegar pælingar.
Þær Bergljót og Bryndís kynntu verkefni sem nemendur G.Í. höfðu unnið með mismunandi bókmenntagreinar og gert kynningar fyrir jafnaldra sína.

Að loknum kynningum voru umræður. Einnig höfðu allar þjóðirnar átt að vinna efnafræðiverkefni þar sem tónlist var nýtt til þess að auðvelda tök á efnafræðinni. Þetta verkefni var að undirlagi Pólverja og hafði verkefnið fengið verðlaun í Portúgal og vildu þeir vita hvernig og hvort hægt væri að nýta það annars staðar í heiminum.

Þessir dagar voru ekki eingöngu nýttir til vinnu. Farið var í skoðunarferð til Limasol og um höfðuborgina Nicosíu. Það var skrítið að dvelja í borg sem lýtur  stjórn tveggja landa, Kýpur og Tyrklands. Þátttakendur uður áþreifanlega varir við  spennu sem er þarna á milli. Það er lítið mál að fara yfir landamærin en Kýpurbúar fara ekki á milli. Þeim líkar ekki að ferðast um eigið land og þurfa að sýna skilríki til að fara yfir á Tyrklandshlutann. /BB

 

 

Rafrænt skólastarf
Haustið 2014 skráði skólinn sig í eTwinning  verkefni (rafrænt skólastarf) á vegum Erasmus+ sem er styrkjaáætlun ESB á sviði menntamála, æskulýðsstarfs og íþrótta. Eitt markmiða Erasmus+ er að auka gæði í menntun og þjálfun innan þeirra 34 Evrópulanda sem eiga aðild að áætluninni og stuðla að aukinni Evrópuvídd í menntastarfi. Þátttakendur í þetta skiptið eru auk Íslands; Króatía, Þýskaland, Lettland, Portúgal og Kýpur.

Fyrir skemmstu var skólanum veittur styrkur frá Landsskrifstofu Erasmus að upphæð 14.660 evrum eða rétt um 2 milljónum íslenskra króna. Þeir fjármunir verða nýttir í þróun og framkvæmd nýrra aðferða til kennslu í stærðfræði, vísindum og tungumálum í fjölþjóðlegum evrópskum kennslustofum, til að auka læsi og koma í veg fyrir að nemendur hætti snemma í námi og þá sérstaklega tví/fjöltyngdir nemendur. Verkefnastjórar skólans eru þær Guðbjörg Halla Magnadóttir og Bryndís Bjarnason og eru þær nú farnar til Gaia í Portúgal á fyrsta fund verkefnisins, sem haldinn er dagana 21. - 23. október.