Vel heppnuðum þemadögum lokið
Síðustu tvo daga voru þemadagar hjá okkur undir yfirskriftinni ,,Hafið". Nemendur fengust við fjölbreytt verkefni og má sjá stóran hluta afrakstursins á göngum skólans. Einhverjir hópar nemenda fór í heimsókn til Kerecis, þar sem var sérstaklega vel tekið á móti þeim, einhverjir fóru í fjöruferð, stórfiskaleik, krufðu fiska og fleira og fleira.
Þemadagar sem þessir stuðla að betri umhverfisvitund og skilningi á náttúruvísindum og hlutverki þeirra innan nútíma samfélags, sem er stór þáttur í þroska og menntun barna og unglinga. Einnig eflist samstarf nemenda og félagsfærni, auk þess sem samblöndun hópa og samvinna hefur forvarnargildi gegn einelti, en dagur gegn einelti er einmitt 8. nóvember ár hvert.
Við erum virkilega stolt af nemendum okkar og starfsfólki, sem gerðu þemadaga þessa jafn skemmtilega og áhugaverða og raun ber vitni. Við hvetjum foreldra til að líta við hjá okkur í næstu viku og sjá afrakstur þessara daga.
Deila