VALMYND ×

Fréttir

Verkefni um geiminn

3.bekkur er að vinna verkefni um geiminn. Unnið með akríl tússum á svartan bakgrunn. Unnið með dýpt og hreyfingu í geimnum.

Maskadagur í dag

1 af 4

Mikið stuð var í dag á böllunum. Það var mikill metnaður lagður í búninga og krakkarnir spenntir að fara út í daginn að fá nammi. 

Maskaball

Á morgun er Maskadagur og eins og venjulega þá höldum við ball hérna í skólanum. Það er engin sundkennsla á morgun.

1. - 3. bekkur  - 8.20 - 9.10

4. og 5. bekkur - 10.00 - 10.40

6. og 7. bekkur - 13.10 - 13.40

Hvetjum alla til að mæta í búning. 

Kynning á Reykjum

Á hverju ári fara nemendur 7. bekkjar í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Það er mikil spenna fyrir þessari ferð og það er hefð fyrir því að krakkarnir kynni sína ferð fyrir nemendum 6. bekkjar þegar skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fer fram. Þessi hópur vann að kynningu fyrir 6.bekk.

Stóra upplestrarkeppnin - Skólakeppni

1 af 4

Venju samkvæmt á þessum árstíma þá er Stóra upplestrarkeppnin. 

Keppnin á fastan sess í skólanum hjá okkur og hafa nemendur 7. bekkjar verið að æfa sig mikið undanfarið. 

Í síðustu viku kepptu krakkarnir í sínum bekkjum og svo í dag voru 16 nemendur sem lásu ljóð og texta úr bók fyrir 6. bekkinga, foreldra og forráðamenn. 

Þeir nemendur sem munu keppa fyrir hönd skólans eru Anna Margrét Gísladóttir, Anna Ásgerður Hálfdánsdóttir, Elna Kristín Líf Karlsdóttir,  Esja Rut Atladóttir, Gabríela Rún Rodriguez, Guðrún María Johanson, Iðunn Ósk Bragadóttir, Katrín Dalía Daníelsdóttir, Sunna Adelía Stefánsdóttir, Ylfa K. Rósinkara Tómasdóttir, 

Dómarar að þessu sinni voru Herdís Hübner, Kristín Svanhildur Ólafsdóttir og Rannveig Halldórsdóttir. Lokakeppnin fer fram í Hömrum í mars.

 

Spennandi Bókaklúbbur

Þessa vikurnar er í gangi bókaklúbbur á bókasafninu. Klúbburinn á við bækurnar um Heyrðu Jónsa og Binnu Bjarna og til að taka þátt fær barnið lítið hefti sem er merkt með nafni og bekk. Inni í heftinu eru ferningar og fyrir hverja lesna bók getur barnið valið sér mynd í stíl við myndina á kápunni á bókinni sem er lesin.
Litla myndin er svo límd inn í heftið. Bækurnar um Jónsa og Binnu Bjarna eru mjög margar og afar vinsælar, enda hefur klúbburinn slegið í gegn nú þegar.

4. bekkur í myndmennt

4. bekkur er að vinna í flettibókunum sínum.

Þau efla hér sjálfstæði í vinnubrögðum og hleypa hugmyndafluginu af stað með því að gera hreyfimyndasögur með teikningu og litum.

1. og 2. bekkur í tæknimennt

1 af 2

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa verið að vinna að ýmsum verkefnun í tæknimennt. 

1. bekkur hefur verið að búa til vorblóm til þess að stinga í blómapotta. Blómin voru söguð út úr krossvið með útsögunarsög, pússuð og máluð. Viðarstilkurinn var tússaður og fúavarinn. 

2. bekkur hefur verið að búa til myndastand úr krossvið, þvottaklemmu, tréstöng og furukubb. Sagaður með útsögunarsög, pússaður og málaður. Þau teiknuðu einfalt form, umræða var um form í umhverfinu og hvernig best væri að nýta krossviðinn. Fengu útprentaða mynd sem tekin var af þeim í tæknimennt til að festa á klemmuna. 

Samráðsdagur

Í dag er samráðsdagur og því ekki hefðbundinn skóli. Nemendur mæta með foreldrum/forráðamönnum sínum í viðtal. 10. bekkur er með vöfflusölu í fjáröflunarskyni.