VALMYND ×

Spurningakeppni á miðstigi

Nemendur 7. og 6. bekkjar kepptu til úrslita
Nemendur 7. og 6. bekkjar kepptu til úrslita

Í haust var farið af stað með spurningakeppnina ,,Ég veit" á miðstigi. Keppnin gekk út á það að 5.-7. bekkur fékk bókalista og ákveðinn tíma til að lesa þær bækur. Eftir þann tíma valdi hver bekkur þrjá þátttakendur til keppni fyrir sína hönd.

Á bókalistanum voru bækurnar Benjamín Dúfa eftir Friðrik Erlingsson, Baukað og brallað í Skollavík eftir Guðlaugu Jónsdóttur, Ferðin til Samiraka eftir Hörpu Jónsdóttur, Frosnu tærnar eftir Sigrúnu Eldjárn, Henri og hetjurnar eftir Þorgrím Þráinsson, Hingað og ekki lengra eftir Hildi Knútsdóttur, Lending eftir Hjalta Halldórsson, Orri óstöðvandi: heimsfrægur á Íslandi eftir Bjarna Fritzson, Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur.

Öll liðin kepptu sín á milli í stigakeppni og komust tvö stigahæstu liðin í úrslitakeppnina sem haldin var í morgun í sal skólans. Það voru lið 6. og 7. bekkjar sem kepptu sín á milli og lauk keppni þannig að 6.bekkur sigraði með eins stigs mun eftir hörku spennandi viðureign. 6.bekkur hreppti þannig Vitann í ár, sem er farandbikar. Einnig fékk sigurliðið bókina Skólastjórinn, eftir Ævar Þór Benediktsson, að gjöf frá Pennanum og þökkum við kærlega fyrir rausnarlega gjöf. 

Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og öllum nemendum miðstigs með drengilega keppni og dugnað við lesturinn.

Deila