VALMYND ×

Desemberlestur

Grunnskólinn á Ísafirði kallar eftir heimalestrarátaki í desember. Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir grunnskólabörn, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst með auknum lestri.

Það er öllum ljóst að lestur:

  • Bætir lestrarfærni -  reglulegur heimalestur styrkir lesfimi, skilning ogorðaforða.
  • Eykur einbeitingu og hugsun - lestur þjálfar athygli og ímyndunarafl.
  • Skapar lestraráhuga - þegar börn fá að velja bækur sem þau hafa áhuga á
    verða þau líklegri til að njóta lestrar.
  • Bætir námsárangur - góð lestrarfærni nýtist í öllum námsgreinum.
  • Þroskar skilning og samkennd -með lestri læra börn um aðra menningu,
    líf og sjónarhorn.

Rannsóknir sýna að börn sem lesa í að minnsta kosti 15 mínútur á dag læra hundrað ný orð á ári. Þessi aukni orðaforði hjálpar í ritun, lesskilningi og samtölum. Sá bekkur á hverju stigi sem les hæstan mínútufjölda að meðaltali í
desember mun fá verðlaun fyrir góðan árangur í heimalestrarátakinu.

Deila