VALMYND ×

1. og 2. bekkur í tæknimennt

1 af 2

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa verið að vinna að ýmsum verkefnun í tæknimennt. 

1. bekkur hefur verið að búa til vorblóm til þess að stinga í blómapotta. Blómin voru söguð út úr krossvið með útsögunarsög, pússuð og máluð. Viðarstilkurinn var tússaður og fúavarinn. 

2. bekkur hefur verið að búa til myndastand úr krossvið, þvottaklemmu, tréstöng og furukubb. Sagaður með útsögunarsög, pússaður og málaður. Þau teiknuðu einfalt form, umræða var um form í umhverfinu og hvernig best væri að nýta krossviðinn. Fengu útprentaða mynd sem tekin var af þeim í tæknimennt til að festa á klemmuna. 

Deila