VALMYND ×

Spennandi Bókaklúbbur

Þessa vikurnar er í gangi bókaklúbbur á bókasafninu. Klúbburinn á við bækurnar um Heyrðu Jónsa og Binnu Bjarna og til að taka þátt fær barnið lítið hefti sem er merkt með nafni og bekk. Inni í heftinu eru ferningar og fyrir hverja lesna bók getur barnið valið sér mynd í stíl við myndina á kápunni á bókinni sem er lesin.
Litla myndin er svo límd inn í heftið. Bækurnar um Jónsa og Binnu Bjarna eru mjög margar og afar vinsælar, enda hefur klúbburinn slegið í gegn nú þegar.

Deila