VALMYND ×

Stóra upplestrarkeppnin - Skólakeppni

1 af 4

Venju samkvæmt á þessum árstíma þá er Stóra upplestrarkeppnin. 

Keppnin á fastan sess í skólanum hjá okkur og hafa nemendur 7. bekkjar verið að æfa sig mikið undanfarið. 

Í síðustu viku kepptu krakkarnir í sínum bekkjum og svo í dag voru 16 nemendur sem lásu ljóð og texta úr bók fyrir 6. bekkinga, foreldra og forráðamenn. 

Þeir nemendur sem munu keppa fyrir hönd skólans eru Anna Margrét Gísladóttir, Anna Ásgerður Hálfdánsdóttir, Elna Kristín Líf Karlsdóttir,  Esja Rut Atladóttir, Gabríela Rún Rodriguez, Guðrún María Johanson, Iðunn Ósk Bragadóttir, Katrín Dalía Daníelsdóttir, Sunna Adelía Stefánsdóttir, Ylfa K. Rósinkara Tómasdóttir, 

Dómarar að þessu sinni voru Herdís Hübner, Kristín Svanhildur Ólafsdóttir og Rannveig Halldórsdóttir. Lokakeppnin fer fram í Hömrum í mars.

 

Deila