Fréttir
Ólympíuhlaupið
Ólympíuhlaup ÍSÍ, áður Norræna skólahlaupið, hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá árinu 1984. Nemendur Grunnskólans á Ísafirði ætla að hlaupa í dag eins og mörg undanfarin ár.
Hlaupið hefst kl. 10.00 og er hlaupið inn Seljalandsveginn og svo er misjafnt eftir árgöngum hversu langt þeir hlaupa.
1. - 4. bekkur - að Engi og til baka.
5. - 7. bekkur - að ,,Brúarnesti" og til baka.
8. - 10. bekkur - að Golfskála og til baka.
Þrír skólaar sem ljúka þátttöku í hlaupinu fyrir 10. október og skila inn upplýsingum til ÍSÍ eru dregnir út og hver þeirra fær 150.000 króna inneign í Altis.
Textílmennt og endurvinnsla
Klæðumst bleiku á morgun
Sú sorg sem hefur verið í samfélaginu hefur ekki farið fram hjá neinum undanfarnar vikur. Ung stúlka var tekin frá fjölskyldu og vinum í blóma lífsins. Á morgun fer útför hennar fram og við hérna í skólanum viljum minnast hennar með því að klæðast bleiku. Það eiga margir um sárt að binda, fjölskyldur þolenda og ekki síður fjölskylda geranda. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og á stundum sem þessum þá er mikilvægt að hlúa að þeim sem standa manni næst en einnig að hugsa út fyrir boxið og skoða hvort að við getum hjálpað á einhvern hátt innan okkar samfélags eða á öðrum stöðum.
Gulur dagur
Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
10. september er gulur dagur og ætlum við hérna í skólanum að klæðast gulu á morgun og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama.
#gulurseptember
Bókasafnsdagurinn er í dag 6. september
Veðrið ekki að vinna með 10. bekkingum
Á hverju hausti eru fjallgöngur hjá öllum árgöngum skólans, erfiðari fjallgöngur eftir því sem líður á skólagönguna. Í dag ætluðu fjórir árgangar að fara en vegna rigningar þá var ákveðið að fresta, 1. bekkur skellti sér samt upp í Stórurð.
10. bekkingar koma inn að hausti og geta vart beðið eftir að fara í 10. bekkjar ferðina sína yfir á Hornstrandir. Það hefur aldeilis ekki gengið eftir að þau komist í sína ferð. Ferðinni hefur verið frestað tvivar sinnum og núna er verið að vinna að enn einu skipulaginu til þess að þau fái sína ferð. Foreldrar og umsjónakennarar í 10. bekk ætla að gera flest til að þess að þessi ferð verði farin, með einhverju breytti sniði þó.
Bakpokar frá Snerpu
Á föstudaginn fengu nemendur glaðning frá Snerpu. Allir fengu bakpoka með endurskini. Þar sem nemendur 5. bekkjar eru að byrja í íþróttum á Torfnesi í vetur þá fannst okkur tilvalið að kalla þessa poka Torfnespokana og allir nemendur verða vel sýnilegir þegar þau ganga í skólann eftir íþróttatímann á fimmtudögum.
7. bekkur á Reyki
Í morgun fóru nemendur 7. bekkjar ásamt kennurum og stuðningsfulltrúm á Reyki í Hrútafirði. Ungmennafélag Íslands sér um rekstur búðanna og hefur gert undanfarin 3 ár. Í skólabúðum UMFÍ kynnast ungmenni styrkleikum sínum og veikleikum og læra að vinna með þá til að bæta félagsfærni sína. Lífið í búðunum snýst að miklu leyti um samskipti og samveru. Krakkarnir dvelja á Reykjum fram á fimmtudag.
Skólasetning
Skólasetning G.Í. verður fimmtudaginn 22. ágúst á sal skólans og mæta nemendur sem hér segir:
Kl. 09:00 2. - 4. bekkur
Kl. 9.30 5. - 7. bekkur
Kl. 10.00 8. - 10. bekkur
Nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega ásamt foreldrum í viðtöl til umsjónarkennara. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst hjá öllum nemendum.
Við vekjum athygli á því fyrir nýja bæjarbúa og þá sem eru að skrá börn sín í fyrsta skipti í grunnskóla, að Ísafjarðarbær útvegar grunnskólanemendum sínum ritföng og námsgögn endurgjaldslaust.
Við hlökkum til komandi skólaárs, samstarfsins við nemendur, foreldra og aðra í skólasamfélaginu.