VALMYND ×

Uppáhalds bækur 10. bekkjar

Á bókasafninu eru oft skemmtilegir lestrarleikir sem nemendur geta tekið þátt í. Nóvemberleikurinn snérist um 10. bekk en í byrjun mánaðarins voru nemendur bekkjarins beðnir um að finna uppáhaldsbækurnar sínar á bókasafninu. Bókunum var síðan stillt upp til sýnis og unglingarnir hvattir til að taka þátt í leiknum. Leikurinn snýst um það að lesa tvær bækur af þessum 33 sem valdar voru, eða velja sér aðrar þyngri. Í lok nóvember kemur í ljós hversu mörg tóku þátt og eru 10 verðlaun í boði fyrir þau sem klára leikinn. 

Það hefur verið áhugavert að sjá hvaða bækur unglingarnir velja fram yfir aðrar og tilvalið að spjalla heima um það hvaða lesefni þeim finnst skemmtilegt.

Deila