Kósý desember á bókasafninu
Það er fátt jólalegra en bækur og huggulegheit. Þetta vita þær á bókasafninu og þess vegna hafa þær útbúið kósýhorn þar sem börnin geta hjúfrað sig með bók núna í desember. Hjá kósýhorninu er jólabókadagatal þar sem úrval bóka er að finna við hvern skóladag í mánuðinum.
Öll börn sem lesa bók og jafnvel starfsfólk líka, getur svo fengið jólakúlu, skrifað nafnið sitt og bókarinnar á hana og hengt upp á jólatré sem er teiknað á gluggann. Þegar líður á mánuðinn fyllist jafnt og þétt á tréð og það er jafnvel hægt að sjá glitta í það utan frá götunni. Vonandi fyllist tréð í desember og verður fallega skreytt fyrir hátíðarnar.