Litlu jólin og jólafrí
Nú er lítið eftir af þessu ári og styttist í jólafrí. Í dag var síðasti valgreinadagur á unglingastigi.
Á föstudaginn eru litlu jólin hér í skólanum og þau verða frá 9:00-12:00.
Strætó fer frá Holtahverfi og Hnífsdal klukkan 8:40 og frá skóla 12:10.
Kennsla hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 10:00 hjá umsjónarkennara.
Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar öllum nemendum, foreldrum, forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla