Fréttir
Jólalestur
Krakkarnir í GÍ taka jólabókahefð Íslendinga alvarlega og voru dugleg að lesa í desember. Þau sem vildu tóku þátt í örlitlum jólaleik, sem fólst í því að fyrir hverja lesna bók var nafn bókarinnar skrifað á jólakúlu og hún var svo hengd á jólatréð í glugga bókasafnsins.
Yngri krakkarnir voru ötulli en þau eldri við skreytingarnar og ekki vildu allir skreyta en samtals fóru 160 kúlur, stjörnur og hjörtu á tréð. Það gera að minnsta kosti 160 lesnar bækur í desember.
Krakkarnir höfðu gaman af þessu uppátæki og voru stolt af skreytingunum sínum. Ef þú lesandi góður hefur ekki ennþá frétt af þessu uppátæki þá hvetjum við þig til að spyrja börnin í nágrenni þínu hvort þau hafi tekið þátt og hvaða bækur þau lásu.
Strætó á mánudaginn
Litlu jólin og jólafrí
Nú er lítið eftir af þessu ári og styttist í jólafrí. Í dag var síðasti valgreinadagur á unglingastigi.
Á föstudaginn eru litlu jólin hér í skólanum og þau verða frá 9:00-12:00.
Strætó fer frá Holtahverfi og Hnífsdal klukkan 8:40 og frá skóla 12:10.
Kennsla hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 10:00 hjá umsjónarkennara.
Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar öllum nemendum, foreldrum, forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla
Jólahurðir
Jólapeysu/rauðupeysudagur á morgun
Innlit í hringekju í 4. bekk
Kósý desember á bókasafninu
Það er fátt jólalegra en bækur og huggulegheit. Þetta vita þær á bókasafninu og þess vegna hafa þær útbúið kósýhorn þar sem börnin geta hjúfrað sig með bók núna í desember. Hjá kósýhorninu er jólabókadagatal þar sem úrval bóka er að finna við hvern skóladag í mánuðinum.
Öll börn sem lesa bók og jafnvel starfsfólk líka, getur svo fengið jólakúlu, skrifað nafnið sitt og bókarinnar á hana og hengt upp á jólatré sem er teiknað á gluggann. Þegar líður á mánuðinn fyllist jafnt og þétt á tréð og það er jafnvel hægt að sjá glitta í það utan frá götunni. Vonandi fyllist tréð í desember og verður fallega skreytt fyrir hátíðarnar.
Opinn dagur í dag
Ég veit - úrslit
Ég veit! spurningakeppni miðstigs var í dag. Undanfarna mánuði hafa krakkarnir á miðstigi verið undirbúa sig fyrir spurningakeppnina með því að lesa 8 valdar skáldsögur. Valdir voru þrír fulltrúar úr hverjum bekk í keppnislið en samt sem áður þurftu allir að undirbúa sig vel því oft getur keppnisliðið fengið hjálp frá bekknum sínum til að svara spurningunum.
Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kepptu bekkirnir í stigakeppni, þau tvö lið sem voru með hæstu samanlögðu stigin kepptu svo til úrslita í dag en það voru 6. AS og 7. JE. Svo fór að 6. AS bar sigur úr býtum og hreppti farandbikarinn Vitann sem mun tilheyra bekknum fram að næstu keppni sem áætlað er að halda að ári.
Einnig fékk keppnisliðið sjálft verðlaun en það var Penninn Eymundsson sem gaf hverjum liðsmanni bókina Orri óstöðvandi Heimsfrægur á Íslandi eftir Bjarna Fritz að gjöf. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn og um leið óskum við öllum nemendum á miðstigi til hamingju með vel heppnaðan undirbúning og skemmtun.