Listasýning 6. bekkjar
Það var mikið líf og fjör hjá nemendum 6. bekkjar á þriðjudag, en þá buðu þeir foreldrum sínum á listasýningu í skólanum. Á sýningunni mátti sjá myndlist af ýmsum toga, skúlptúra, nokkrar gerðir verka sem unnin voru úr textíl og allskonar smíðagripi svo sem lampa.
Nemendur buðu gestum upp á heitt kakó og smákökur, sem þau höfðu sjálf bakað, og sáu auk þess um móttöku og alla þjónustu við gestina. List-og verkgreinakennarar skólans stóðu að þessum viðburði. Þeir eru afar ánægðir með hvernig til tókst og eru virkilega stoltir af nemendum sínum
Deila