VALMYND ×

Heimsóknir á Byggðasafn Vestfjarða

2.bekkur á Byggðasafninu
2.bekkur á Byggðasafninu

Síðustu daga hafa margir bekkir farið í heimsókn á Byggðasafnið í Neðsta kaupstað. Þar hefur Sæbjörg Freyja Gísladóttir, safnvörður tekið á móti hópum og sagt ýmsar sögur af jólasveinum, Grýlu og ísbjörnum. Elfar Logi Hannesson, leikari las kvæði um eldgamla jólasveina sem sjaldan er talað um í dag. Svo voru nokkur jólalög sungin við undirleik Magna Hreins Jónssonar, sem spilaði á harmonikku. Að lokum var boðið upp á þrautaleik um safnið og hægt að finna ilm af hangikjöti, Grýlu og floti svo dæmi séu nefnd. Nemendum og starfsfólki hefur þótt afar skemmtilegt í þessum heimsókn og kunna safninu bestu þakkir fyrir góðar, skemmtilegar og fræðandi móttökur. 

Deila