100 ára starfsaldur
Mannauður er ein mikilvægasta auðlind fyrirtækja og stofnana. Nú á dögunum var því fagnað hér innanhúss að þrír starfsmenn hafa starfað við skólann í yfir 30 ár hver - eða ríflega 100 ár samtals. Berglind Árnadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu á lengstan starfsaldur eða 38 ár. Rannveig Halldórsdóttir, bókasafnsfræðingur hefur starfað hér í 33 ár og Helga Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri yngsta stigs í 32 ár. Þessar konur hafa helgað líf sitt því að starfa með börnum í öll þessi ár og er það virkilega dýrmætt fyrir skólann og samfélagið allt.
Af þessu tilefni var boðið upp á kökur og fengu þær allar blómvönd, sem þakklætisvott fyrir trúmennsku og góð störf.
Deila