VALMYND ×

Dagur íslenskrar tungu

1 af 4

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni var Stóra upplestrarkeppnin hjá 7.bekk sett formlega og einnig Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk. Athöfnin fór fram í Hömrum og stýrði Guðbjörg Halla Magnadóttir, skólastjóri, dagskránni. Elna Kristín Líf Karlsdóttir úr 8.bekk las ljóð, en hún stóð sig afar vel í Stóru upplestrarkeppninni í fyrra. Þá lék Gunnsteinn Skúli Helgason lag á gítar eftir Emmsjé Gauta og gerði það af miklu öryggi.

Í lokin sungu svo allir saman lagið Á íslensku má alltaf finna svar, lag Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Þórarins Eldjárns, við undirleik Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar. 

Deila