Sumarleikur í lestri
Við setjum okkur það markmið í G.Í. að vera á landsmeðaltali í lestri. Því miður hefur það ekki náðst í vetur, en með góðu átaki í sumar og haust ætti árangur að nást.
Við ætlum því að blása til sumarleiks, þar sem allir bæjarbúar eru hvattir til að njóta lestrar vítt og breitt um landið og heiminn í sumar. Takið endilega myndir af lestrinum og segið hvar þið eruð/voruð stödd og merkið myndina með #sumarlesturgrisa. Hægt er að setja myndirnar beint inn á þráðinn hér fyrir neðan, eða á eigin síður með ofangreindu myllumerki.
Það verður gaman að safna saman myndum eftir sumarið og sjá lesturinn sem víðast; úti í garði, uppi í Naustahvilft, á Hveravöllum eða Færeyjum. Ekki er þörf á að vera sjálfur í mynd, nóg er að taka mynd af bókinni og umhverfinu.
Lestur er að sjálfsögðu bestur og vonum við að allir njóti sumarlestursins sem best.
Gleðilegt lestrarsumar!
Deila