Skólabúðir
Nú er fyrsti kennsludagurinn runninn upp og allir spenntir fyrir komandi skólaári. Líkt og undanfarin ár hefst veturinn hjá 7. bekk á ferð í Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Lagt verður af stað n.k. mánudag kl. 7:30 og er mæting kl. 7:15 við skólahliðið á Norðurvegi (við Ísafjarðarbíó). Árgangurinn dvelur á Reykjum alla vikuna og er áætluð heimkoma seinni part föstudags.
Deila