VALMYND ×

Breytingar á stundaskrám

Eins og fram kom í foreldraviðtölum í síðustu viku, þá hafa orðið breytingar á stundaskrá á yngsta stigi frá því í fyrra. Breytingin kemur til út af styttingu á frístund, úr einni klukkustund niður í 40 mínútur. Þar af leiðandi eru nemendur í 1. - 4. bekk búnir í kennslu kl. 13:20 daglega. Þeir sem eiga að fara í dægradvöl eða annað skipulagt frístundastarf fara beint þangað, en aðrir fá gæslu á skólalóð eða á skólasafni fram að strætóferð kl. 14:00. Í framhaldi af því viljum við biðja foreldra að minna börn sín á bílbelti í strætisvögnunum.

Deila