VALMYND ×

Reglur um létt bifhjól

Nú í upphafi skólaárs vill Samgöngustofa koma upplýsingum til foreldra og unglinga varðandi notkun og öryggi léttra bifhjóla. Gefinn hefur verið út bæklingur sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði og eru allir hvattir til að kynna sér innihald hans.

Sérstaklega er bent á að ökumenn verða að vera orðnir 13 ára, skylt er skv. lögum að vera með hjálm og ekki er leyfilegt að reiða farþega á hjólunum nema að ökumaður sé 20 ára og hjólið til þess gert.

Með leiðbeiningum og fræðslu fækkum við slysum og óhöppum. Með réttri notkun og með öryggið í fyrirrúmi verða létt bifhjól ekki til vandræða. Munum að slysin verða ekki aftur tekin.

Deila