VALMYND ×

Hnetulaus skóli

Í Grunnskólanum á Ísafirði eru nokkur börn með bráðaofnæmi fyrir hnetum og því mikilvægt að taka tillit til þeirra þar sem hnetur geta valdið mjög slæmum og hættulegum ofnæmisviðbrögðum.
Skólinn er því hnetulaus skóli sem þýðir að hvorki börn né starfsmenn koma með hnetur inn í skólann. Við viljum biðja foreldra að gæta þess að börnin komi ekki með nesti sem inniheldur hnetur. Dæmi um slíkt er: hnetujógúrt, abt mjólk með hnetumúsli, brauð með hnetusmjöri, hnetur í poka, alls kyns orkustykki, sumar brauðtegundir, morgunkorn og fleira.


Deila