VALMYND ×

Fréttir

Seinni bólusetningar barna 5 – 11 ára

Seinni bólusetningar 5 - 11 ára barna fara fram á HVEST á morgun og fimmtudaginn samkvæmt meðfylgjandi skipulagi:

Miðvikudagur 2. febrúar: Seinni bólusetning barna 5 – 11 ára. Foreldrar fá boð í SMS. Bólusett á Ísafirði e.h

Fimmtudagur 3. febrúar: Seinni bólusetning barna 5 – 11 ára. Foreldrar fá boð í SMS. Bólusett á Ísafirði og Þingeyri e.h

Þeir foreldrar sem eiga börn 5 – 11 ára og hafa ekki fengið fyrri bólusetningu geta komið með börn sín miðvikudaginn 2. feb. eða fimmtudaginn 3. feb. milli kl. 13:00 og 14:00.

Alltaf verða að líða a.m.k. 3 vikur á milli fyrri og seinni sprautu og fá allir boð þegar kemur að seinni sprautunni.

 

 

Ritað um íslenska þjóðhætti

Undanfarið hafa nemendur 4. JH verið að læra um íslenska þjóðhætti. Í þessari viku hafa þau unnið hörðum höndum í samfélagsfræði við smásagnagerð. Þau hafa skrifað í skólanum og flest tekið bækurnar heim til að halda áfram þar. Núna í morgun sendum við inn verk nemenda sem vildu senda inn efni í ,,Sögur smásagnakeppni" sem er á vegum Ríkisútvarpsins. Við óskum nemendum góðs gengis í keppninni en umfram allt erum við mjög stolt af þessum krökkum sem hafa svo sannarlega lagt sig fram við rithöfundastörf hvort sem þau völdu að skila inn í keppnina eða ekki.

Hér má sjá frekari upplýsingar um keppnina sjálfa.

Foreldraviðtöl 1.febrúar

Í vetur erum við að innleiða leiðsagnarnám, eins og kynnt var hér á síðunni fyrr í haust. Liður í þeirri innleiðingu er nemendastýrð foreldraviðtöl sem ætlað er að virkja og valdefla nemandann til að auka trú hans á eigin getu. Markmiðið er að nemandinn geti haft áhrif á og tjáð sig um nám sitt, viti hvar hann er staddur, hvert hann stefnir og hvað er góður árangur. 

Viðtölin verða þriðjudaginn 1.febrúar n.k. og eru nemendur að undirbúa sig þessa dagana. Opnað verður fyrir bókanir á mentor.is í fyrramálið.

Hér má finna kynningu á leiðsagnarnámi fyrir foreldra.

Slakað á reglum um sóttkví

Breytingar á reglum um sóttkví tóku gildi á miðnætti. Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Við hvetjum foreldra til að vera vel vakandi fyrir einkennum og fara með börnin í skimun ef einkenni gera vart við sig.

Lestrarvísir

Í vinnslu er svokallaður Lestrarvísir, sem grunnskólarnir í Ísafjarðarbæ hafa komið sér saman um. Honum er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra um hvernig unnið er með þjálfun lestrar, ásamt skimunum og prófum.

Fyrr í mánuðinum voru drög að Lestrarvísinum send á alla foreldra og óskað eftir ábendingum ef einhverjar eru. Frestur til að koma ábendingum á framfæri rennur út á morgun, þriðjudaginn 25.janúar.

Eyrarhlíð lokuð

Vegurinn á milli Ísafjarðar og Hnífsdals er lokaður sem stendur vegna snjóflóðahættu. Frekari upplýsingar munu koma inn á síðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is 

Þorrablóti frestað

Þorrablóti 10.bekkjar, sem vera átti föstudaginn 21.janúar, hefur verið frestað vegna sóttvarnatakmarkana. Við ætlum samt sem áður að bjóða nemendum upp á dansnámskeið í gömlu dönsunum í byrjun febrúar þannig að nemendur verði komnir með danstaktana á hreint þegar við vonandi getum haldið blót.

Bólusetningar barna í 1. - 6. bekk

Börnum í 1.–6. bekk G.Í. verður boðin bólusetning gegn covid 19 í þessari viku og fer hún fram á heilsugæslustöðinni á Ísafirði samkvæmt tímatöflu hér að neðan. 

Miðvikudagur 12.janúar 2022

kl.13:00 6.bekkur G.Í. börn fædd jan, feb og mars

kl.13:10 6.bekkur G.Í. börn fædd apríl, maí og júní

kl.13:20 6.bekkur G.Í. börn fædd júlí, ágúst og september

kl.13:30 6.bekkur G.Í. börn fædd október, nóvember og desember

kl.13:40 5.bekkur G.Í. börn fædd jan, feb og mars

kl.13:50 5.bekkur G.Í. börn fædd apríl, maí og júní

kl.14:00 5.bekkur G.Í. börn fædd júlí, ágúst og september

kl.14:10 5.bekkur G.Í. börn fædd október, nóvember og desember

kl.14:20 4.bekkur G.Í. börn fædd jan, feb og mars

kl.14:30 4.bekkur G.Í. börn fædd apríl, maí og júní

kl.14:40 4.bekkur G.Í. börn fædd júlí, ágúst og september

kl.14:50 4.bekkur G.Í. börn fædd október, nóvember og desember

kl.15:00 3.bekkur G.Í. börn fædd jan, feb, mars og apríl

kl.15:10 3.bekkur G.Í. börn fædd maí, júní, júlí og ágúst

kl.15:20 3.bekkur G.Í. börn fædd september, október , nóvember og desember

kl.15:30 2.bekkur G.Í. börn fædd jan, feb, mars og apríl

kl.15:40 2.bekkur G.Í. börn fædd maí, júní, júlí og ágúst

kl.15:50 2.bekkur G.Í. börn fædd september, október , nóvember og desember

 

Fimmtudagur 13.janúar 2022

kl.13:00 1.bekkur G.Í. börn fædd jan, feb og mars

kl.13:10 1.bekkur G.Í. börn fædd apríl, maí og júní

kl.13:20 1.bekkur G.Í börn fædd júlí, ágúst og september

kl.13:30 1.bekkur G.Í. börn fædd október, nóvember og desember

 

Allar nánari upplýsingar varðandi skráningarferlið og annað má finna hér.

 

Mataráskrift lækkar

Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 hafa verið samþykktar og tóku gildi 1. janúar s.l. Almenn hækkun gjaldskráa er 2,4%, í samræmi við verðbólguforsendur sem gefnar voru út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga um mitt ár 2021.

Ýmsar undantekningar eru þó á þessari almennu hækkun og er mataráskrift grunnskólanemenda þar á meðal, en verð á skólamáltíðum grunnskóla lækkar úr 510 kr. í 490 kr. til að haldast í hendur við lægri hráefniskostnað. Þá lækkar hámarksgjald í dægradvöl úr 19.300 kr. í 18.900 kr. og skýrist það af því að innheimtuaðferðir fyrir dægradvöl voru einfaldaðar haustið 2021. Hér má sjá nánari upplýsingar um gjaldskrárbreytingarnar.

Við hvetjum þá foreldra sem hyggjast nýta sér mötuneytið til að skrá börn sín sem fyrst. Matseðlar eru aðgengilegir hér á forsíðu skólans og alltaf boðið upp á ávexti og grænmeti með öllum réttum. 

Skipulag í upphafi árs

Gleðilegt ár kæru foreldrar. Eins og þið hafið heyrt og séð í fréttum eru nýjar sóttvarnarreglur í gildi til 12. janúar nk. Við teljum okkur geta haldið úti eðlilegri kennslu sóttvarnarlega séð, með því plani sem við setjum hér fram (sjá meðfylgjandi mynd). Við verðum svo að taka stöðuna frá degi til dags. Hver og einn dagur sem við náum að kenna er dýrmætur og við reynum því að nýta tímann vel. Við gerum okkur grein fyrir því að ástandið getur breyst mjög skyndilega og munum við bregðast við þeim aðstæðum sem upp kunna að koma hverju sinni.

Á morgun, mánudaginn 3.janúar er starfsdagur án nemenda, en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á þriðjudaginn.