VALMYND ×

Göngum í skólann

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samtarfsaðilum ræsti verkefnið Göngum í skólann í sextánda sinn 7. september s.l. 

Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Verkefnið fer vel af stað og eru nú 78 skólar víðvegar um landið skráðir til leiks og er Grunnskólinn á Ísafirði þar á meðal. Við hvetjum bæði nemendur og starfsfólk til að iðka virkan ferðamáta og munum við senda inn myndir frá skólanum.

Göngum í skólann lýkur miðvikudaginn 5. október, sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn.

Deila