Góður gangur í framkvæmdum
Í vor var ráðist í framkvæmdir á hluta húsnæðis G.Í. (gula húsinu) vegna myglu. Unnið hefur verið af miklum móð í allt sumar og allt lagt undir til að húsnæðið verði tilbúið til kennslu sem fyrst.
Í gær var stórum áfanga náð þegar efri hæðin var afhent fullkláruð. Neðri hæðin er hins vegar ekki eins langt komin, en verður vonandi klár innan þriggja vikna. Það setur auðvitað strik í reikninginn varðandi skólabyrjun, en við erum lausnamiðuð og gátum fundið 5.bekk bráðabirgðarými á meðan og gerum það besta úr stöðunni.
Við hlökkum til að fá neðri hæðina afhenta, en stofurnar verða sem nýjar, með nýjum gluggum og gleri, nýju gólfefni og ljósum og án myglu!
Deila