VALMYND ×

Breyting á útivistarreglum frá 1.sept.

Lög um útivist barna og unglinga breytast í upphafi skólaárs ár hvert.  Frá og með 1.september mega 12 ára börn og yngri ekki vera úti eftir kl.20:00 og 13 - 16 ára börn mega ekki vera úti eftir kl. 22:00. Foreldrar og forráðamenn hafa fullan rétt til að stytta þessa tíma, en mjög mikilvægt er að þeir standi saman um að fylgja þessum reglum.

Markmiðið með útivistarreglunum er að stuðla að heilbrigðu umhverfi fyrir börn og unglinga. Reglurnar eru fyrst og fremst settar til verndar börnum og stuðla að því að þau séu ekki ein og eftirlitslaus úti eftir að rökkva tekur. 

Deila