Ólympíuhlaup ÍSÍ
Í morgun fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram, áður Norræna skólahlaupið, sem verið hefur fastur liður í skólastarfi margra skóla allt frá árinu 1984. Með hlaupinu er lietast við að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hlaupið var frá Seljalandsvegi 2 og voru þrjár vegalengdir, allt eftir aldri nemenda. Yngsta stigið hljóp inn að Engi og til baka, miðstigið inn að Seljalandi og unglingastigið inn að golfvelli.
Í þetta sinn fá nemendur ekki viðurkenningarskjal sjálfir, en hver skóli fær sent viðurkenningarskjal með þeirri heildarvegalengd sem hlaupin var.
Við vorum einstaklega heppin með veður, 11 stiga hita, smá andvara og þurrt þannig að allt gekk eins og best verður á kosið og allir glaðir og endurnærðir eftir góða hreyfingu.
Deila