VALMYND ×

Skólasetning

Skólasetning G.Í. verður mánudaginn 22. ágúst 2022 í sal skólans og mæta nemendur sem hér segir:

Kl. 9:00      8., 9. og 10. bekkur

Kl. 10:00     5., 6. og 7.bekkur

Kl. 11:00     2., 3. og 4. bekkur

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega ásamt foreldrum í viðtöl til umsjónarkennara og hefst kennsla svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst hjá öllum nemendum.

Við vekjum athygli á því fyrir nýja bæjarbúa og þá sem eru að skrá börn sín í fyrsta skipti í grunnskóla, að Ísafjarðarbær útvegar grunnskólanemendum sínum ritföng og námsgögn endurgjaldslaust.

Skólabúðaferð 7.bekkjar að Reykjum í Hrútafirði frestast um viku frá því sem verið hefur undanfarin ár og fer hópurinn því mánudaginn 29.ágúst. Nánari upplýsingar varðandi ferðina verða sendar þegar þær liggja fyrir.

Við horfum bjartsýnum augum á veturinn og hlökkum til samstarfsins við nemendur, foreldra og aðra í skólasamfélaginu.

 

 

Deila