VALMYND ×

7.bekkur í Skólabúðir

Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði
Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði

Í morgun fór 7.bekkur í sína árlegu ferð í Skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Skólabúðirnar hafa verið starfræktar um árabil og koma um 3.200 nemendur úr 7.bekk grunnskóla víða af landinu á hverju ári. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur nú tekið við rekstri búðanna, en markmið þeirra er að leggja áherslu á óformlegt nám, styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi og ýta undir að þau hafi heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi.

Í allmörg ár hefur Ísafjarðarbær greitt dvalargjald nemenda sem er kr. 30.000 á nemanda og fyrir það ber að þakka. Dvölin stendur frá mánudegi til föstudags og af fenginni reynslu vitum við að nemendur njóta sín vel við leik og störf. Þau koma heim reynslunni ríkari og fá einnig tækifæri til að kynnast nemendum úr öðrum skólum, en Grunnskóli Bolungarvíkur og Álfhólsskóli í Kópavogi eiga þessa viku bókaða með okkur.

Nánari upplýsingar um skólabúðirnar má finna á heimasíðu þeirra.

Deila