VALMYND ×

Fréttir

Átta smit greind í 1.bekk

Við höfum nú fengið þær upplýsingar frá heilsugæslunni að fjórir nemendur til viðbótar greindust jákvæðir í sýnatökum gærdagsins. Smitin eru því orðin samtals 8, öll í 1. bekk. Það eru há gildi í sýnunum og því má búast við að þetta sé bara upphafið.

Það er mjög mikilvægt að fara strax aftur í sýnatöku ef einkenna verður vart, ekki bíða neitt með það því 10 daga einangrunin hefst við greiningu.

Tvö smit í viðbót

Við vorum að fá upplýsingar um það frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að smitin eru nú orðin fjögur, öll í 1. bekk. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fjölmörgum prófum og fáum við þær á morgun.
 
Það er alveg ljóst að þetta afbrigði sem er hér á ferðinni er bráðsmitandi og ítrekum við að aldrei er nógu varlega farið. Ef börnin, eða aðrir í fjölskyldunni sýna minnstu einkenni, verður að panta sýnatöku strax. Ef barn er með einkenni þá er það í einangrun þar til niðurstöður úr prófunum koma og einnig allir aðrir úr fjölskyldunni.

Smit í nemendahópnum

Upp eru komin 2 kórónuveirusmit í 1.bekk. Það hefur þau áhrif hjá okkur að allur 1. bekkur og stór hluti 2. bekkjar eru komnir í sóttkví út næstu viku, þar sem þeir hópar eru saman í frístund og dægradvöl. Auk þeirra eru 5 starfsmenn skólans einnig komnir í sóttkví, eða alls um 80 manns. Nokkrir nemendur í 2.bekk sem ekki voru með þeim smituðu í hópum sleppa við sóttkví. 

Sóttkvíin nær aðeins til nemendanna sjálfra en ekki fjölskyldna þeirra. Foreldrar og systkini þurfa samt sem áður að viðhafa svokallaða smitgát, sem felst í því að sýna sérstaka gát, gæta vel að smitvörnum og takmarka samneyti við viðkvæma einstaklinga og aðra eins og hægt er. Ef minnstu einkenna verður vart, á að fara í sýnatöku.

Smitið er væntanlega útbreiddara en haldið var í fyrstu og því fara allir þeir nemendur sem komnir eru í sóttkví, í hraðpróf á morgun, sunnudag. Nánara skipulag hefur verið sent í tölvupósti til viðkomandi foreldra og inn á síðu Foreldrafélags GÍ.

Vonandi næst utan um þetta fljótt og vel með sameinuðu átaki okkar allra.

 

 

Fjallgöngur að hausti

1 af 3

Á hverju hausti fara allir árgangar skólans í fjallgöngur eða gönguferðir. Í upphafi skólagöngunnar er byrjað á að fara upp í Stórurð, en svo smám saman verður gangan erfiðari, en hver árgangur fær úthlutað sinni gönguleið. Þegar grunnskólagöngunni lýkur hafa því allir nemendur kynnst mörgum fjallgönguleiðum hér í kring s.s. upp í Naustahvilft, á Hnífa, Sandfell og Kistufell svo fátt eitt sé nefnt. Næstu daga skunda nemendur upp um fjöll og firnindi en 8.bekkur lauk sinni göngu í gær. Leið þeirra lá um Dagverðardal, Fellsháls, Nónvatn, Stein og niður í Engidal. Vegalengdin var tæpir 13 km. í heildina og stóðu allir sig vel!

Nemendur 10.bekkjar sigla á mánudaginn norður á Hesteyri og ganga yfir í Aðalvík, þar sem gist verður í tjöldum. 

Fjallgöngurnar eru ætlaðar til að nemendur fræðist um nærumhverfi sitt og náttúruna, en einnig eru þær mikilvægar til að efla samstöðu og félagsþroska nemenda.  

Óhefðbundinn vefnaður

Kennarar hafa verið duglegir að nýta sér veðurblíðuna undanfarna daga til útikennslu. Það finnst varla sú námsgrein sem ekki er hægt að kenna utan dyra og möguleikarnir óþrjótandi. Nemendur í textílmennt í 8.bekk fengu að kynnast óhefðbundnum vefnaði í gær, þegar farið var út í náttúruna og ofið utan um stórgrýtið við Fjarðarstræti, undir leiðsögn Jóhönnu Evu Gunnarsdóttur.

Góð stemning í skólabúðum

Nemendur 7.bekkjar dvelja nú í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði og er mikil stemning í hópnum og margt skemmtilegt sem drifið hefur á daga þeirra. Krakkarnir hafa farið í íþróttir, sund og náttúrufræði, heimsótt byggðasafnið, smakkað hákarl og farið í sjósund með kennurum. Svo er boðið upp á kvöldvökur öll kvöld, þar sem er alltaf líf og fjör.

Auk okkar nemenda eru hópar frá Flateyri, Suðureyri, Þingeyri, Bolungarvík, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Áætluð heimkoma er seinni partinn á föstudaginn.

Fjölgun nemenda

Það er mikið tilhlökkunarefni hjá okkur að taka á móti nemendum okkar á morgun við skólasetningu. 7.bekkur heldur snemma af stað í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði og verður þar alla vikuna, þannig að þeir verða ekki við skólasetninguna sjálfa en við óskum þeim góðrar ferðar og dvalar.

Einhverjir nemendur hafa flutt í burtu eins og gengur og gerist og óskum við þeim öllum velfarnaðar. Það er sérstakt gleðiefni við upphaf nýs skólaárs að nemendum hefur fjölgað nokkuð frá í vor, úr 359 í 379 sem skráðir eru við skólann í dag. Mestu munar um stóran árgang á okkar mælikvarða sem er að hefja nám í 1. bekk, en þeir nemendur eru 47 talsins. Við útskrifuðum 34 nemendur úr 10.bekk í vor, þannig að fjölgunin á sér skýringu þar að miklu leyti.

Við leggjum okkur fram um að taka vel á móti nýjum nemendum og bjóðum þeim öllum í sérstaka heimsókn til okkar áður en skóli hefst. 1.bekkingar komu í nokkrar heimsóknir til okkar s.l. vor og munu mæta til sinna umsjónarkennara í viðtöl á morgun ásamt foreldrum. Aðrir nýir nemendur hafa verið boðaðir sérstaklega í heimsókn til okkar síðustu daga, þar sem umsjónarkennarar og stjórnendur hafa tekið á móti þeim. 

Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að skólastarfið gangi sem best þrátt fyrir takmarkanir og vonum að allir komi endurnærðir eftir gott sumarleyfi.

 

Bólusetningar 12 - 15 ára barna

Þriðjudaginn 24. og 31. ágúst verður boðið upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 12 – 15 ára á norðanverðum Vestfjörðum. Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech. Bólusett verður í matsal Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði. Foreldrar/forráðamenn fá boð um bólusetningu í gegnum Mentor.
Foreldrar/forráðamenn sem þiggja bólusetningu fyrir börn þurfa að fylgja barni í bólusetningu eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð (börn í sömu fjölskyldu geta mætt saman).
Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning seinna í haust.
 
24. ágúst
Kl. 10:00 Suðureyri og Þingeyri árgangar 2006, 2007 og 2008
Kl. 10:30 Bolungarvík árgangur 2006 og börn fædd í jan – júní 2007
Kl. 11:00 Bolungarvík börn fædd í júlí – desember 2007 og árgangur 2008
Kl. 11:30 Flateyri og Súðavík árgangar 2006, 2007 og 2008
Kl. 13:00 Ísafjörður árgangur 2006 börn fædd janúar – júní
Kl. 13:30 Ísafjörður árgangur 2006 börn fædd júlí – desember
Kl 14:00 Ísafjörður árgangur 2007 börn fædd janúar – júní
Kl. 14:30 Ísafjörður árgangur 2007 börn fædd júlí – desember
Kl. 15:00 Ísafjörður árgangur 2008 börn fædd janúar – júní
Kl.15:30 Ísafjörður árgangur 2008 börn fædd júlí – desember
 
31. ágúst
Kl. 10:00 Ísafjörður börn fædd fyrir 1. september 2009
Kl. 10:30 Súðavík, Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri, börn fædd fyrir 1. september 2009
 
-----

Szczepienia dzieci w wieku 12 – 15 lat

We wtorek 24. oraz 31. sierpnia beda przeprowadzone szczepienia dzieci w wieku 12 – 15 lat na terenie fjordow polnocnych. Dzieci otrzymaja szczepionke firmy Pfizer7BioNTech. Szczepienia odbeda sie na stolowce przychodni przyszpitalnej w Ísafjörður. Rodzice/opiekunowie otrzymaja zaproszenie na szczepienie poprzez Mentor.

Rodzice/opiekunowie, ktorzy zdecyduja sie zaszczepic swoje dziecko musza mu towarzyszyc osobiscie lub wyslac osobe towarzyszaca 18+ wraz z upowaznieniem (dzieci z tej samej rodziny moga przyjsc razem).

Dzieci z 7. klasy, ktore osiagna wiek 12 lat po 1. wrzesnia otrzymaja szczepienie w pozniejszym czasie.

24. sierpnia

Kl. 10:00 Suðureyri i Þingeyri roczniki 2006, 2007 oraz 2008

Kl. 10:30 Bolungarvík rocznik 2006 oraz dzieci urodzone styczen - czerwiec 2007

Kl. 11:00 Bolungarvík dzieci urodzone lipiec - grudzien 2007 oraz rocznik 2008

Kl. 11:30 Flateyri i Súðavík roczniki 2006, 2007 oraz 2008

Kl. 13:00 Ísafjörður rocznik 2006 dzieci urodzone styczen - czerwiec

Kl. 13:30 Ísafjörður rocznik 2006 dzieci urodzone lipiec - grudzien

Kl 14:00 Ísafjörður rocznik 2007 dzieci urodzone styczen - czerwiec

Kl. 14:30 Ísafjörður rocznik 2007 dzieci urodzone lipiec - grudzien

Kl. 15:00 Ísafjörður rocznik 2008 dzieci urodzone styczen - czerwiec

Kl.15:30 Ísafjörður rocznik 2008 dzieci urodzone lipiec - grudzien

 

31. sierpnia

Kl. 10:00 Ísafjörður dzieci urodzone przed 1. wrzesnia 2009

Kl. 10:30 Súðavík, Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri i Flateyri, dzieci urodzone przed 1. wrzesnia 2009

Skólasetning

Mánudaginn 23. ágúst verður skólinn settur. Skólastarf verður með hefðbundnum hætti þar sem grunnskólabörn eru undanþegin fjöldatakmörkunum og nándarreglum og blöndun hópa heimil. Nemendur eru þó hvattir til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 metra) sín á milli ber að nota andlitsgrímu og munum við gera allt það sem við getum til að halda sóttvörnum eins og lög gera ráð fyrir.

Að því sögðu er skólasetning með öðrum hætti en við höfðum hugsað okkur og boðum við einn árgang í einu, líkt og síðasta haust.  Hver árgangur mætir í matsal og fer síðan með umsjónarkennara í heimastofur. Þeir foreldrar sem velja það að fylgja börnum sínum eru beðnir að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabygginguna og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta en við vonum að ekki þurfi að grípa til þess ráðs.

Tímasetningar fyrir skólasetningar 23. ágúst eru eftirfarandi:

Nemendur 1.bekkjar eru boðaðir sérstaklega með bréfpósti.
7.bekkur fer í Skólabúðir að Reykjum þennan dag og er mæting við skólann/Ísafjarðarbíó kl.7:15 og áætluð brottför kl.7:30. 

 
kl. 09:00 Skólasetning 2. bekkur
kl. 09:30 Skólasetning 3. bekkur
kl. 10:00 Skólasetning 4. bekkur
kl. 10:30 Skólasetning 5. bekkur
kl. 11:00 Skólasetning 6. bekkur
kl. 11:30 Skólasetning 8. bekkur
kl. 12:00 Skólasetning 9. bekkur
kl. 12.30 Skólasetning 10. bekkur

Óskilamunir

Við freistum þess að koma enn meiru af óskilamunum í hendur eigenda sinna og höfum skólann opinn á morgun og föstudag frá kl. 10:00-14:00. Endilega kíkið við og bjargið þessum verðmætum!