VALMYND ×

Hárgreiðslufólk framtíðarinnar

Föst fiskiflétta
Föst fiskiflétta
1 af 4

Í hárgreiðsluvali í vetur fá nemendur unglingastigs ýmiskonar fræðslu um umhirðu hárs og eiginleika þess, undir leiðsögn Kristínar Oddsdóttur hárgreiðslumeistara og kennara. Nemendur æfa sig á hverjum öðrum og læra ýmsar aðferðir við að flétta s.s. fasta fléttur (innstæðar og útstæðar), fossafléttur og fiskifléttur. Einnig læra þeir að slétta og krulla hár með sléttujárni, æfa sig að krulla hár með misjöfnum krullu- og bylgjujárnum og læra ýmsar uppgreiðslur, snúða o.fl. Farið er í heimsókn í hárdeild MÍ þar sem nemendur æfa sig að upprúlla hár á gínum, ásamt því að bera lit í hár, setja álstrípur og þvo hár.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum má búast við að hér séu á ferð hárgreiðslumeistarar framtíðarinnar.

Deila