VALMYND ×

Snjóskúlptúrar

Í útistærðfræðinni í 9. og 10. bekk í dag var lögð áhersla á rúmfræði og sköpun. Nemendur áttu að búa til snjóskúlptúr sem innihélt a.m.k. þrjú mismunandi rúmfræðileg form. Auk þess að læra um rúmfræðileg form, fékk sköpunarkraftur nemenda aldeilis að njóta sín eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Deila