VALMYND ×

Fréttir

Fjölgun nemenda

Það er mikið tilhlökkunarefni hjá okkur að taka á móti nemendum okkar á morgun við skólasetningu. 7.bekkur heldur snemma af stað í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði og verður þar alla vikuna, þannig að þeir verða ekki við skólasetninguna sjálfa en við óskum þeim góðrar ferðar og dvalar.

Einhverjir nemendur hafa flutt í burtu eins og gengur og gerist og óskum við þeim öllum velfarnaðar. Það er sérstakt gleðiefni við upphaf nýs skólaárs að nemendum hefur fjölgað nokkuð frá í vor, úr 359 í 379 sem skráðir eru við skólann í dag. Mestu munar um stóran árgang á okkar mælikvarða sem er að hefja nám í 1. bekk, en þeir nemendur eru 47 talsins. Við útskrifuðum 34 nemendur úr 10.bekk í vor, þannig að fjölgunin á sér skýringu þar að miklu leyti.

Við leggjum okkur fram um að taka vel á móti nýjum nemendum og bjóðum þeim öllum í sérstaka heimsókn til okkar áður en skóli hefst. 1.bekkingar komu í nokkrar heimsóknir til okkar s.l. vor og munu mæta til sinna umsjónarkennara í viðtöl á morgun ásamt foreldrum. Aðrir nýir nemendur hafa verið boðaðir sérstaklega í heimsókn til okkar síðustu daga, þar sem umsjónarkennarar og stjórnendur hafa tekið á móti þeim. 

Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að skólastarfið gangi sem best þrátt fyrir takmarkanir og vonum að allir komi endurnærðir eftir gott sumarleyfi.

 

Bólusetningar 12 - 15 ára barna

Þriðjudaginn 24. og 31. ágúst verður boðið upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 12 – 15 ára á norðanverðum Vestfjörðum. Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech. Bólusett verður í matsal Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði. Foreldrar/forráðamenn fá boð um bólusetningu í gegnum Mentor.
Foreldrar/forráðamenn sem þiggja bólusetningu fyrir börn þurfa að fylgja barni í bólusetningu eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð (börn í sömu fjölskyldu geta mætt saman).
Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning seinna í haust.
 
24. ágúst
Kl. 10:00 Suðureyri og Þingeyri árgangar 2006, 2007 og 2008
Kl. 10:30 Bolungarvík árgangur 2006 og börn fædd í jan – júní 2007
Kl. 11:00 Bolungarvík börn fædd í júlí – desember 2007 og árgangur 2008
Kl. 11:30 Flateyri og Súðavík árgangar 2006, 2007 og 2008
Kl. 13:00 Ísafjörður árgangur 2006 börn fædd janúar – júní
Kl. 13:30 Ísafjörður árgangur 2006 börn fædd júlí – desember
Kl 14:00 Ísafjörður árgangur 2007 börn fædd janúar – júní
Kl. 14:30 Ísafjörður árgangur 2007 börn fædd júlí – desember
Kl. 15:00 Ísafjörður árgangur 2008 börn fædd janúar – júní
Kl.15:30 Ísafjörður árgangur 2008 börn fædd júlí – desember
 
31. ágúst
Kl. 10:00 Ísafjörður börn fædd fyrir 1. september 2009
Kl. 10:30 Súðavík, Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri, börn fædd fyrir 1. september 2009
 
-----

Szczepienia dzieci w wieku 12 – 15 lat

We wtorek 24. oraz 31. sierpnia beda przeprowadzone szczepienia dzieci w wieku 12 – 15 lat na terenie fjordow polnocnych. Dzieci otrzymaja szczepionke firmy Pfizer7BioNTech. Szczepienia odbeda sie na stolowce przychodni przyszpitalnej w Ísafjörður. Rodzice/opiekunowie otrzymaja zaproszenie na szczepienie poprzez Mentor.

Rodzice/opiekunowie, ktorzy zdecyduja sie zaszczepic swoje dziecko musza mu towarzyszyc osobiscie lub wyslac osobe towarzyszaca 18+ wraz z upowaznieniem (dzieci z tej samej rodziny moga przyjsc razem).

Dzieci z 7. klasy, ktore osiagna wiek 12 lat po 1. wrzesnia otrzymaja szczepienie w pozniejszym czasie.

24. sierpnia

Kl. 10:00 Suðureyri i Þingeyri roczniki 2006, 2007 oraz 2008

Kl. 10:30 Bolungarvík rocznik 2006 oraz dzieci urodzone styczen - czerwiec 2007

Kl. 11:00 Bolungarvík dzieci urodzone lipiec - grudzien 2007 oraz rocznik 2008

Kl. 11:30 Flateyri i Súðavík roczniki 2006, 2007 oraz 2008

Kl. 13:00 Ísafjörður rocznik 2006 dzieci urodzone styczen - czerwiec

Kl. 13:30 Ísafjörður rocznik 2006 dzieci urodzone lipiec - grudzien

Kl 14:00 Ísafjörður rocznik 2007 dzieci urodzone styczen - czerwiec

Kl. 14:30 Ísafjörður rocznik 2007 dzieci urodzone lipiec - grudzien

Kl. 15:00 Ísafjörður rocznik 2008 dzieci urodzone styczen - czerwiec

Kl.15:30 Ísafjörður rocznik 2008 dzieci urodzone lipiec - grudzien

 

31. sierpnia

Kl. 10:00 Ísafjörður dzieci urodzone przed 1. wrzesnia 2009

Kl. 10:30 Súðavík, Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri i Flateyri, dzieci urodzone przed 1. wrzesnia 2009

Skólasetning

Mánudaginn 23. ágúst verður skólinn settur. Skólastarf verður með hefðbundnum hætti þar sem grunnskólabörn eru undanþegin fjöldatakmörkunum og nándarreglum og blöndun hópa heimil. Nemendur eru þó hvattir til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 metra) sín á milli ber að nota andlitsgrímu og munum við gera allt það sem við getum til að halda sóttvörnum eins og lög gera ráð fyrir.

Að því sögðu er skólasetning með öðrum hætti en við höfðum hugsað okkur og boðum við einn árgang í einu, líkt og síðasta haust.  Hver árgangur mætir í matsal og fer síðan með umsjónarkennara í heimastofur. Þeir foreldrar sem velja það að fylgja börnum sínum eru beðnir að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabygginguna og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta en við vonum að ekki þurfi að grípa til þess ráðs.

Tímasetningar fyrir skólasetningar 23. ágúst eru eftirfarandi:

Nemendur 1.bekkjar eru boðaðir sérstaklega með bréfpósti.
7.bekkur fer í Skólabúðir að Reykjum þennan dag og er mæting við skólann/Ísafjarðarbíó kl.7:15 og áætluð brottför kl.7:30. 

 
kl. 09:00 Skólasetning 2. bekkur
kl. 09:30 Skólasetning 3. bekkur
kl. 10:00 Skólasetning 4. bekkur
kl. 10:30 Skólasetning 5. bekkur
kl. 11:00 Skólasetning 6. bekkur
kl. 11:30 Skólasetning 8. bekkur
kl. 12:00 Skólasetning 9. bekkur
kl. 12.30 Skólasetning 10. bekkur

Óskilamunir

Við freistum þess að koma enn meiru af óskilamunum í hendur eigenda sinna og höfum skólann opinn á morgun og föstudag frá kl. 10:00-14:00. Endilega kíkið við og bjargið þessum verðmætum!

Breyting á samræmdum könnunarprófum

Nú hefur verið ákveðið að samræmd könnunarpróf verði ekki lögð fyrir 4. og 7. bekk í haust og farið verður í vinnu við þróun á nýju námsmati.

Sjá frétt hér á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Sumarleyfi

Skólinn er lokaður frá 1.júlí til og með 3.ágúst vegna sumarleyfa. Við vonum að allir njóti sumarsins og nemendur og starfsfólk komi endurnært til starfa. 

Óskilamunir

Mikið magn óskilamuna liggur nú frammi í anddyri skólans, Sundhallarmegin. Skólinn verður opinn frá kl. 8:00 - 16:00 alla virka daga, nema föstudaga til kl. 14:00, þessa og næstu viku. Við hvetjum nemendur og foreldra til að líta við hjá okkur og freista þess að finna eigur sínar.

G.Í. slitið í 146.skiptið

Í gærkvöld var Grunnskólanum á Ísafirði slitið í 146. skipti og fór athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Birta Kristín Ingadóttir og Kristinn Hallur Jónsson.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og þau Brynja Dís Höskuldsdóttir og Guðmundur Brynjar Björgvinsson fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 8. og 9.bekk:

8. bekkur - Kristinn Már Guðnason hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

9. bekkur - Sara Katrín Heiðarsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:

Viðurkenningu fyrir vönduð vinnubrögð og góða ástundun í textílmennt hlaut Embla Kleópatra Atladóttir.

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi hæfileika á sviði teikninga undanfarin ár hlaut Brynjar Ari Sveinsson, sem blómstraði í málverkinu í vetur.

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í heimilisfræði hlaut Anna Marý Jónasdóttir.

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í smíði og hönnun hlaut Ástmar Helgi Kristinsson.

 

Stöðin heilsurækt gaf viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þær viðurkenningar hlutu Ástmar Helgi Kristinsson og Sigrún Betanía Kristjánsdóttir.

Rotary klúbburinn á Ísafirði veitti viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir og hlaut Embla Kleópatra Atladóttir hana.

Danska Menntamálaráðuneytið gaf viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku og hlaut Solveig Amalía Atladóttir þau verðlaun.

 

Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:

Viðurkenningu fyrir næmt auga fyrir línum og myndbyggingu og skapandi leiðir til lausna á verkefnum í ljósmyndun hlaut Kristey Sara Sindradóttir.

Viðurkenningu fyrir metnað, góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði hlaut Lilja Björg Kristjánsdóttir.

Viðurkenningu fyrir metnað, góða ástundun og námsárangur í ensku hlaut Katrín Bára Albertsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur náttúrufræði hlaut Lilja Jóna Júlíusdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í stærðfræði hlaut Katrín Bára Albertsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsrárangur í íslensku hlaut Solveig Amalía Atladóttir.

 

Undanfarin ár hefur Ísfirðingafélagið í Reykjavík gefið gjöf til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning hefur verið veitt nemanda í 10.bekk fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi. Í þeim aðstæðum sem nemendur 10.bekkjar hafa þurft að glíma við í vetur var ómögulegt að velja einn eða tvo nemendur til að hljóta þessi verðlaun. Þess í stað ákvað stjórn Ísfirðingafélagsins að gefa öllum útskriftarnemum gjafabréf í Ísafjarðarbíó ásamt poppi og gosi.

Við þökkum öllum þeim sem gefið hafa þessi verðlaun kærlega fyrir og vonum að nemendur njóti vel.

Að verðlaunaafhendingu lokinni lék Sara Lind Jóhannesdóttir á þverflautu og meðleik annaðist Madis Maeekalle. Starfsmenn skólans stigu einnig á stokk og tóku eitt kveðjulag til nemenda með tár á hvörmum og í lokin lék Sveinfríður Olga Veturliðadóttir undir fjöldasöng þar sem allir risu úr sætum og sungu ,,Lóan er komin".

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 2005 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar um ókomin ár. Framtíðin er ykkar!

Skólaslit Grunnskólans á Ísafirði

Skólaslit G.Í. verða á morgun, þriðjudaginn 8. júní.

Nemendur 1. bekkjar eru boðaðir sérstaklega til fundar við umsjónarkennara, en nemendur 2. - 7. bekkjar mæta í sínar umsjónarstofur kl. 10:00 og hitta sína kennara.

Fyrir nemendur 8. - 10. bekkjar verður formleg athöfn í Ísafjarðarkirkju kl. 20:00 sama dag. Því miður getum við einungis boðið aðstandendum 10.bekkjar, vegna upplýsinga sem við fengum frá Heilbrigðisráðuneytinu varðandi hámarksfjölda. Vonandi verður þetta í síðasta skipti sem við þurfum að vera með einhverjar takmarkanir vegna Covid og við stefnum ótrauð og bjartsýn á næsta skólaár.

Frábær árangur GÍ í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Margrét Mjöll, Soffía Rún og Elísabet María
Margrét Mjöll, Soffía Rún og Elísabet María
1 af 2

Þrjár hugmyndir nemenda G.Í. komust í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna þetta árið og fengu allar viðurkenningarskjal undirritað af Menntamálaráðherra.

Hugmyndirnar voru þessar:

Hvað viltu gera - Margrét Mjöll Sindradóttir og Soffía Rún Pálsdóttir 7.bekk

Innstungudóterí - Elísabet María Gunnlaugsdóttir 7.bekk og

Skinnskór - Saga Björgvinsdóttir 5.bekk.

 

Í úrslitum hlaut Saga Björgvinsdóttir umhverfisverðlaun NKG og Hugverkastofu fyrir hugmynd sína og hlaut hún að verðlaunum 25.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirrituðu af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Elísabet María Gunnlaugsdóttir hlaut svo hönnunarbikar NKG í úrslitum, fyrir hönnun sína og 25.000 kr. gjafabréf í ELKO og viðurkenningarskjal, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Við erum afar stolt af öllum okkar þátttakendum og óskum vinningshöfum innilega til hamingju. Ekki má gleyma hlutverki Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur kennara, sem hefur stýrt ferlinu af sinni alkönnu snilld og fest nýsköpunarkeppnina í sessi hér í skólanum.

Lesa má nánar um keppnina og hugmyndir nemenda á www.nkg.is