Breyting á litlu jólunum
Eftir umræður og ábendingar um fyrirkomulag litlu jóla þá höfum við ákveðið í samráði við sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs að gera eins og mörgum skólum á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Við munum því hafa litlu jólin föstudaginn 17. desember milli 14:00 og 15:30. Það verður því hefðbundinn skóladagur auk litlu jólanna. Með því móti tvíteljum við 17. des sem skóladag og jólafrí hefst því 20. desember í stað 21. des. Þetta hefur ekki önnur áhrif á skóladagatalið okkar þar sem dagafjöldinn breytist ekki. Með þessu höfum við tryggt að komi upp covid smit þessa síðustu daga lendir enginn í sóttkví á jólunum.
Nemendum, sem eru skráðir í Dægradvöl, verður boðið uppá að klára daginn í Dægradvölinni.
Nánari upplýsingar koma svo strax eftir helgi.
Deila