Nemendaþing
Á fimmtudag og föstudag eru þemadagar í skólanum. Skóladagurinn er með breyttu sniði á mið- og unglingastigi en nemendur vinna í hópum þvert á árganga ýmis verkefni tengd Skutulsfirði. Þessir dagar eru styttri á þessum stigum og lýkur skóladeginum kl. 12 báða dagana en þá fara nemendur í mat og geta farið heim að því loknu. Aukaferð í strætó fer frá skólanum kl. 12:30.
Á yngsta stiginu verður þemavinna til kl. 11:00 og eftir það tekur hefðbundin dagskrá við samkvæmt stundaskrá.
Deila