VALMYND ×

Smáréttaveisla í heimilisfræði

Í mörg ár hefur tíðkast hjá unglingum í heimilisfræðivali að halda veislu þar sem nemendur bjóða nokkrum starfsmönnum skólans. Í vikunni sem leið var komið að þessum viðburði hjá tveimur hópum, en nemendur útbjuggu nokkra smárétti undir stjórn Guðlaugar Jónsdóttur heimilisfræðikennara. Að sögn Guðlaugar hafa krakkarnir verið einstaklega áhugasamir og duglegir í vetur, enda leyndi sér ekki stoltið í andlitum þeirra þegar starfsmenn gengu inn í skólaeldhúsið, sem krakkarnir höfðu breytt í hinn fallegasta veislusal með girnilegum kræsingum á borðum. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá þessum kokkum framtíðarinnar.

Þess má geta að í vetur koma 12 nemendur af unglingastigi Grunnskólans á Suðureyri í valgreinar hjá okkur, tvisvar í viku og njóta sín vel í heimilisfræðivalinu sem og öðru.

Deila