VALMYND ×

Nýjar sóttvarnarreglur

 

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra vegna covid 19, tók gildi í gær. Það verða ekki miklar breytingar hjá okkur í skólanum en reglugerðin gerir ráð fyrir að :

1 m fjarlægðartakmörk milli starfsmanna og nemenda frá 5. bekk.

Ekki mega vera fleiri en 50 nemendur í hverju rými.

1.– 4. bekkur með engar fjarlægðartakmarkanir

5. – 10. bekkur með 1 m fjarlægðartakmarkanir

Blöndun milli hópa er heimil og foreldrar og gestir í skólastarfi verði með andlitsgrímur sem og kennarar nema þegar nemendur eru sestir í kennslustofum. Ekki er grímuskylda úti í frímínútum fyrir nemendur og góðar sótthreinsanir í skólanum nú sem áður.

Undanþága er gerð frá 50 manna hámarki í opnum rýmum, svo sem í anddyrum, göngum og mötuneyti. Hádegisverður  er því án takmarkana allavega til að byrja með. Strætó verður með óbreyttum hætti.

Deila