Sleðaferð
Í fyrradag nýttu nemendur 4.bekkjar góða veðrið og hið mikla snjómagn í bænum til að fara í sleðaferð. Farið var inn á Torfnes og nutu krakkarnir þess að renna sér á sleðum, brettum, snjóþotum og þoturössum.
Hreyfing, hollusta og heilbrigðir lífshættir eru mikilvæg viðmið í skólastarfi og hafa kennarar verið duglegir í vetur að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem bjóðast hér í nærumhverfinu til að uppfylla þau viðmið Aðalnámskrár.
Deila