VALMYND ×

Ritað um íslenska þjóðhætti

Undanfarið hafa nemendur 4. JH verið að læra um íslenska þjóðhætti. Í þessari viku hafa þau unnið hörðum höndum í samfélagsfræði við smásagnagerð. Þau hafa skrifað í skólanum og flest tekið bækurnar heim til að halda áfram þar. Núna í morgun sendum við inn verk nemenda sem vildu senda inn efni í ,,Sögur smásagnakeppni" sem er á vegum Ríkisútvarpsins. Við óskum nemendum góðs gengis í keppninni en umfram allt erum við mjög stolt af þessum krökkum sem hafa svo sannarlega lagt sig fram við rithöfundastörf hvort sem þau völdu að skila inn í keppnina eða ekki.

Hér má sjá frekari upplýsingar um keppnina sjálfa.

Deila