VALMYND ×

Foreldraviðtöl 1.febrúar

Í vetur erum við að innleiða leiðsagnarnám, eins og kynnt var hér á síðunni fyrr í haust. Liður í þeirri innleiðingu er nemendastýrð foreldraviðtöl sem ætlað er að virkja og valdefla nemandann til að auka trú hans á eigin getu. Markmiðið er að nemandinn geti haft áhrif á og tjáð sig um nám sitt, viti hvar hann er staddur, hvert hann stefnir og hvað er góður árangur. 

Viðtölin verða þriðjudaginn 1.febrúar n.k. og eru nemendur að undirbúa sig þessa dagana. Opnað verður fyrir bókanir á mentor.is í fyrramálið.

Hér má finna kynningu á leiðsagnarnámi fyrir foreldra.

Deila