VALMYND ×

Lágmarksmönnun í GÍ á morgun

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld vegna yfirvofandi óveðurs um allt land.
Samhæfingarmiðstöð almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti.
Aðgerðarstjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur verið virkjuð og beinir því til íbúa að mjög slæm veðurspá er fyrir svæðið í nótt og fram eftir degi á morgun, mánudag. Gera má ráð fyrir versta óveðrinu frá kl. 4.00 í fyrramálið og fram undir hádegi.
Ef veðurspáin gengur eftir verður ekkert ferðaveður á svæðinu, fjallvegir verða lokaðir og svo og leiðir milli byggðakjarna. Búast má við að færð innanbæjar, víðast hvar, verði jafnframt mjög þung og götur að mestu ófærar, utan stofnbrauta, sem reynt verður að halda opnum eftir megni.
Flateyrarvegi og veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur verður lokað ekki seinna en á miðnætti í kvöld, af öryggisástæðum.
Eru íbúar því hvattir til að vera sem minnst á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir.
Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og sömuleiðis ölduhæð.
Þetta óveður gengur hratt yfir og mikilvægt er fyrir okkur öll að bíða það af okkur.
 
Við hvetjum foreldra til að halda skólabörnum heima á morgun ef það getur. Lágmarksmönnun verður hjá okkur hér í skólanum og skólastarf óhefðbundið. Við biðjum foreldra að skrá nemendur fjarverandi í Mentor svo við getum haldið betur utan um skipulagið.
Deila