VALMYND ×

Fréttir

Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði

Mánudaginn 27. ágúst heldur 7. bekkur af stað í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Mæting er við Alþýðuhúsið kl. 7:45. Allar nánari upplýsingar er að finna inni á heimasíðu árgangsins.

Skólastarf hafið

Í morgun lifnaði heldur betur yfir skólanum þegar tæplega 400 nemendur mættu til skólasetningar fullir eftirvæntingar.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun og viljum við minna á að leikfimin verður kennd úti í góða veðrinu til 1. október og mötuneytið opnar eftir helgi. Matseðlar fyrir fyrstu 10 vikurnar eru komnir inn á síðu mötuneytisins hér vinstra megin.

Skólasetning

Skólsetning í Grunnskólanum á Ísafirði verður  22. ágúst, sem hér segir:

kl.  9:00     8. 9.og 10.bekkur

kl. 10:00    5. 6. og 7. bekkur

kl. 11:00    2. 3. og 4. bekkur

 

1. bekkur verður boðaður í viðtöl til umsjónarkennara með foreldrum.

Sumarleyfi

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar nemendum sínum, fjölskyldum þeirra og velunnurum öllum gleðilegs sumars með kærri þökk fyrir veturinn.

Innkaupalistar næsta skólaárs

Nú eru innkaupalistar fyrir skólaárið 2012-2013 yfirfarnir og komnir inn á síðuna hér vinstra megin.

Bókagjöf

Á vordögum var 1. bekk boðið í heimsókn til Íslandssögu og Klofnings á Suðureyri til að kynna starfsemi fyrirtækjanna.  Þessi heimsókn er orðin árlegur viðburður og hefur ætíð gengið vel í alla staði. 

Mjög höfðinglega var staðið að heimsókninni þar sem fyrirtækin buðu upp á rútu til að komast á staðinn ásamt því að leysa nemendur og starfsfólk út með veglegum gjöfum, fisk í soðið og harðfisk.  En ekki er örlætið þar með upptalið því að á meðan á heimsókninni stóð var skólanum færð bók að gjöf. Þetta var bókin Skipstjórnarmenn og vill 1. bekkur koma á framfæri kæru þakklæti fyrir frábæra ferð og gjafir.

Skólaslit G.Í.

Skólaslit Grunnskólans á Ísafirði voru í Ísafjarðarkirkju í kvöld og sáu þau Eva Karen Sigurðardóttir og Ragnar Óli Sigurðsson úr 9. bekk um kynningar atriða.
Það var glæsilegur hópur 10. bekkinga sem kvaddi skólann með tónlistaratriðum og þakkaði kennurum sínum og starfsmönnum skólans samfylgdina. Sólveig María Aspelund flutti ávarp fyrir hönd nemenda 10. bekkjar.

Skólastjórnendur ávörpuðu nemendur og veittu viðurkenningar fyrir hæstu meðaleinkunn í 8. og 9. bekk. Í 8. bekk varð Hafdís Haraldsdóttir hæst og í 9. bekk var það Svanhildur Sævarsdóttir. Þá veitti Rotary klúbburinn á Ísafirði sérstök verðlaun fyrir ástundun og framfarir í 8., 9. og 10. bekk. Aldís Huld Höskuldsdóttir hlaut þau verðlaun í 8. bekk, Eva Rut Benediktsdóttir í 9. bekk og Samúel Þórir Grétarsson í 10. bekk.

Í 10. bekk var það Arna Kristbjörnsdóttir sem hlaut verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn. Andrea Valgerður Jónsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku, samfélagsfræði og dönsku, en dönskuverðlaunin eru veitt af danska menntamálaráðuneytinu.

Einar og Guðrún Farestveits fond er sjóður sem styrkir norskukennslu í íslenskum skólum og heiðrar nemendur fyrir frammistöðu í norskunámi í grunnskóla. Þau verðlaun hlutu þeir Hrólfur Ólafsson og Hákon Jónsson.

Verðlaun fyrir góða ástundun og námsárangur í náttúrufræði hlaut Sigríður Salvarsdóttir, í stærðfræði var það Haraldur Jóhann Hannesson og Sólveig María Aspelund fyrir ensku.

 

Til fjölda ára hefur Ísfirðingarfélagið í Reykjavík gefið peningagjöf til minningar um Hannibal Valdimarsson.  Þessi viðurkenning er veitt nemanda í 10. bekk  fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi. Þau verðlaun hlaut Elena Dís Víðisdóttir. Auk þess hlaut hún viðurkenningu fyrir einstaka vinnusemi, vandvirkni, jákvæðni og prúðmennsku í heimilisfræði, en þau verðlaun gáfu hjónin Guðlaug Jónsdóttir og Karl Ásgeirsson. Elena Dís og Hálfdán Jónsson hlutu einnig viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum, sem gefin voru af Stúdíó Dan.

Kvenfélagið Hlíf gaf viðurkenningar fyrir verk og listgreinar. Viðurkenningu fyrir skapandi vinnubrögð og frumkvæði í listavali hlaut Kristín Harpa Jónsdóttir. Viðurkenningu fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt hlaut Andrea Valgerður Jónsdóttir. Fyrir skapandi vinnubrögð í textílmennt hlaut Sara Björgvinsdóttir viðurkenningu og Margrét Rún Rúnarsdóttir fyrir framfarir og vinnubrögð í tæknimennt.

Síðast en ekki síst hlaut Ómar Karvel Guðmundsson sérstaka viðurkenningu skólans fyrir góða ástundun og framkomu.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar nemendum 10. bekkjar samveruna og óskar þeim velfarnaðar um ókomin ár.

Frjálsíþróttamót

Síðastliðinn föstudag var haldið frjálsíþróttamót í 5. - 10. bekk á Torfnesi. Keppt var í kúluvarpi, langstökki, spretthlaupi og víðavangshlaupi í blíðskaparveðri. Úrslit urðu þessi:


Meira

Skólaslit

Skólaslit G.Í. fara fram í Ísafjarðarkirkju á morgun, þriðjudaginn 5. júní kl. 20:00. Þar mun unglingastig skólans fá sína vitnisburði og 10. bekkur verður kvaddur.

Nemendur í 1. bekk mæta á morgun ásamt foreldrum í foreldraviðtöl og 2. - 7. bekkur mætir kl. 10:00 í sínar bekkjarstofur og fær afhenta vitnisburði skólaársins.

 

Vorverkadagur

fréttahópur G.Í. á vorverkadegi
fréttahópur G.Í. á vorverkadegi

Í dag er vorverkadagur hjá skólanum, en þá taka allir árgangar þátt í svokallaðri Grænni viku hjá Ísafjarðarbæ sem byggist á því að allir bæjarbúar leggist á eitt um að hreinsa og fegra bæinn. Vikan er samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar, grunnskólanna, fyrirtækja, stofnana og íbúa og vinna allir í sjálfboðavinnu.
Árgangar skólans skipta með sér verkum þannig að sumir gróðursetja plöntur, aðrir tína rusl og fegra bæinn allt frá Suðurtanga upp í Stórurð. Þá hefur einnig verið starfandi sérstakur fréttahópur sem hefur fylgst með gangi mála og tekið myndir og myndbönd, sem sjá má hér vinstra megin á síðunni.